• .

Fréttamolar

Íslandskort 2014

Íslandskort 2014

Vörunr: M14-00450-00

Verð: 12.900 ISK

 

Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum um allt land ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum,
40.000 örnefnum, yfir 6.000 áhugverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili.

Vektorkort af Íslandi með landlíkani (DEM), 20 metra hæðarlínum, vatnafari, þjóðvegum, fjallaslóðum, göngustígum, gönguleiðum, örnefnum, skálum, tjaldsvæðum, sundlaugum og miklu meira.

Einnig er götukort af öllum bæjarfélögum með heimilisföngum ásamt upplýsingum um veghraða (virkar með nýrri leiðsögutækjum).

Vegir eru leiðsöguhæfir í PC og Apple tölvum og þar til gerðum Garmin tækjum.

Meðfylgjandi eru forritin MapSource, Basecamp og nRoute.
· Með MapSource er kortið aflæst í PC tölvu.
· Basecamp er til að vinna með notendagögn og er hægt að skoða kortið í þrívíddarham.
· nRoute er til að keyra eftir kortinu í PC tölvu.

Kortagögn eru varin með læsingu sem einungis er hægt að opna á móti einu Garmin tæki eftir að notandi er búin að skrá sig á kortasíðunni www.garmin.is/kort

Staðsetning örnefna á GPS Kortinu (alls um 40.000 örnefni) miðast við staðsetningu texta á PRENTUÐUM kortum Landmælinga Íslands í mælikvarða 1:50.000. Staðsetning í GPS Kortunum endurspeglar því í mörgum tilfellum ekki raunverulega staðsetningu örnefnanna.
Útgefandi er ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgur fyrir tjóni sem kann að hljótast af notkun GPS Korts.

Útgefandi er stöðugt að leiðrétta þetta og ef notandi rekst á villur í kortinu eða vill koma fram athugasemdum, þá er hægt að tilkynna slíkt á til Samsýn ehf

 

Helstu breytingar frá síðustu útgáfu (2012) eru :

 

 • Fjöldi vega 2012:  54.191              Lengd vega 2012:            28.314 km
 • Fjöldi vega 2014:  58.081             Lengd vega 2014             28.586 km

 

 • Ýmsar lagfæringar, leiðréttingar og endurskoðun á hraða, leiðarbestun og vegnúmerum, viðbætur við slóða og heimreiðar.
 • Akreinaleiðbeiningar,  Höfuðborgarsvæðið og Akureyri.
 • Bílastæði og heimkeyrslur. Reykjavík kárað , síðast var búið með vesturbæ og austurbæ
 • Botnlangar. Lang flestir komnir inn
 • Nýjir vegir.

Bílastæði og heimkeyrslur,  Reykjavík (sbr ofan)

Einnig er verið að ná heimkeyrslum  aðbæjum og sumarbústöðum

Byrjað var á suðurlandi

Gönguleiðir : 

 • Fjöldi 2012:             524                    Lengd 2012:       2145 km
 • Fjöldi 2014:         44995                   Lengd 2014:       4153 km
 • Stígar í þéttbýli,  Reykjavík (með Heiðmörk, Elliðadalur, Öskjuhlíð) og Akureyri
 • Þingvellir, Esjuhlíðar,  Mosfellsbæ ,  Kaldársel,  Heiðmörk, Hvaleyrarvatn

Áhugaverðir staðir :

POI:                    

 • Fjöldi 2012:        4724    
 • Fjöldi 2014         6221

Punktasafnið hefur verið endurskipulagt þannig og flokkaskipting sennilega ekki sú sama
Nýtt: Sorpa, grenndargámar, brýr , slökkvilið,  björgunarsveitir.

Hús:

 • Í útgáfu fyrir nýrri tæki (NT)eru bætt frá fyrri útgáfu nákvæmar útlínur húsa.

Örnefni:

Örnefni flákar

Fjöldi 2012:         2356

Fjöldi 2014:         27065

Örnefni linur

Fjöldi 2012:         28187

Fjöldi 2014:         37655

Örnefni punktar

Fjöldi 2012:         5264

Fjöldi 2014:       6053

Mannvirkja punktar

Fjöldi 2012:         12623

Fjöldi 2013:         13270

Vatnafar:            Lagfært vatnafar,  vötn og ár

 Hæðarlínur:      Lagfærðar hæðarlínur samkvæmt  IS50V

Hæðarlíkan:      Lagfært hæðarlíkan samkvæmt IS50v

Strandlínur:       Lagfærð strandlína

 

Svæði: 

Garðar                 Fjoldi 2012:         65           Fjöldi 2014:         107

Heilmikið bæst við, kirkjugarðar úti á landi, íþróttasvæði

 

Golfsvæði          NÝTT

                               

Íþróttasvæði                     Fjoldi 2012:         7             Fjöldi 2014:         1946

                                               Ýmir vellir,  sparkvellir, bæst við

 

Manngerð svæði (Flugvellir)    Fjoldi 2012:         14           Fjöldi 2014:         83

Bætt við úr IS50v (áður reykjavík, keflavík , akureyri)

 

Sumarhúsasvæði:                          Fjoldi 2012:         182         Fjöldi 2014:         230

 

Lagnir;  Rafmagnslínur LV og hitaveitulagnir OR, Nesjavöllum.

 

Friðlýst svæði (línur):                 Fjöldi 2014:         83

Hundatækið Astro 320 m/DC 50 er komið.

Sérhæfð ferilvöktun sporthunda

 • Allt að 15km drægni með VHF stálloftneti sem tengist við DC™ 50 (styttra loftnet fylgir fyrir minni hunda)
 • Rafhlaðan í Astro 320 endist 20% lengur með DC 50 en í eldri tegundum, að auki geymist rafhleðsla fyrir neyðarstillingu.
 • Fylgstu með allt að 10 hundum í senn (með því að bæta við fleiri hundaólum)
 • Öflugur móttakari, GPS og GLONASS
 • Bættu við kortum til að tækið nýtist enn betur.
Nánar um tækið hér : Astro 320 m/DC 50

Íslenskt lyklaborð í GPSMAP 62 & 62s

Nú getur þú fengið íslenskt lyklaborð í Garmin GPSMAP 62 og 62s útivistartækin.

Uppfærðu tækið í V5.0 með Webupdater :
http://www8.garmin.com/support/collection.jsp?product=999-99999-27

Þegar þú færð næst upp lyklaborðið á skjánum í tækinu þá þarf að ýta á Menu takkan, ýta næst á Enter til að fara í Keyboard Language.
Þar finnur þú Icelandic með því að fletta niður, velur það síðan með því að ýta á Enter.

Önnur útivistartæki sem eru komin með íslenskt lyklaborð eru Oregon 600/650 og Montana 600/650

 

 

Hleðslurafhlöður

 • NiMH hleðsurafhlöður sem eru sérstakar að því leitinu að þær hlaðast upp þegar tækinu er stungið í samband við rafmagn eða tölvu.
 • Þessar hleðslurafhlöður eru með langan líftíma og missa ekki kraft við lækkað hitastig.
 • ATH að þessar rafhlöður eru sérsmíðaðar og er því ekki hægt að nota venjulegar hleðslurafhlöður og hlaða þær upp í gegnum tækið.
 • Þessar rafhlöður passa fyrir ákveðnar týpur GPS handtækja eins og Oregon 600.650.700.750, GPSmap 64,64S.

Festing á miðstöðina fyrir nuvi

 • Festu nuvi tækið þitt á miðstöðina.
 • Virkar fyrir allar gerðir af nuvi tækja nema tæki með 7″ skjá.
 • Festist vel á miðstöðina í bílnum þínum, tækið er stöðugt og fast.
 • Hentar mjög vel þegar sogskálafesting er ekki að ganga fyrir þinn bíl.

Fyrir Golfarann

Garmin Approach S2 Golfúr

Cyclops HID hjálmljós 1900 Lumen

Cyclops Solstice er öflugasta hjálmljósið sem er í boði, 1900 Lumen
Tvær rafhlöður með samtals 4 tíma rafhlöðuendingu fylgja einnig með.
Öflugar snúrur til að tengja við rafgeymi sem beintengir ljósið eða hleður rafhlöðurnar.

Ljósið er léttasta hjálmljósið í mótorsporti, 290 grömm.
HID peran er 1900 Lumes, 5500K

Meðfylgjandi eru tvær 3500mAh Li-Poly rafhlöður

Tempe – þráðlaus hitamælir

Fáðu hitastigið í Garmin útivistartækið þitt. Festu Tempe þráðlausa hitamælinn við þig eða bakpokann.
Þráðlaust sendir hann upplýsingar um hitastigið í tækið þitt (útivistartæki sem styðja ANT+)
Tempe er vatnsheldur að 10m dýpi og vinnur á -20° til +60°.
Rafhlaðan endist í ca. 1 ár.

Stærð 3.5 x 2.4 x 0,5 cm

GPS námskeið hjá Tækniskólanum

GPS staðsetningartæki og rötun

13-17. nóvember 2012

Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum.

Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.

GP2

Kennari: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku.
Tími:

13. nóvember þriðjudagur 19:30 – 22:30
15. nóvember fimmtudagur 19:30 – 22:30
17. nóvember laugardagur Útiæfing sem tekur um 2 tíma

Alls 12 kennslustundir eða 8 klukkustundir.

Verð: 21.900 kr.
Félagar í Útivist, Ferðafélagi Íslands og Skotveiðifélagi Íslands (SKOTVÍS) fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: stofa 206 á 2. hæð Tækniskólans við Háteigsveg (áður Sjómannaskólinn).

ATH : Hámarksfjöldi er 14

Fara á síðu Tækniskólans

Íslandskort 2012 komið út

Íslandskort 2012 er komið út. Nýtt kort og uppfærslu er hægt að nálgast hjá okkur og söluaðilum Garmin um allt land.

Kortið kostar 18.900 og uppfærslan kostar 9.900.
Uppfærslan virkar í tæki sem eru með eldri kort fyrir.
Útgáfu 3.0 & 3.5 – hægt verður að uppfæra til 3.ágúst 2012
Eftir það þarf að kaupa fulla útgáfu.
Útgáfu 2009 & 2011 verður hægt að uppfæra áfram.