• .

vívofit jr. fyrir krakka

vívofit jr. fyrir krakka

vivófit jr.

Vörunr: 010-01634-00 / 010-01634-01 / 010-01634-02

Verð áður: 12.900 ISK

Tilboðsverð: 8.900 ISK

Frábært Heilsuúr fyrir Krakka

  • Rafhlaða sem endist í meira en ár, þarft aldrei að hlaða
  • Flott hönnun sem hentar fyrir krakka og ekki bara þægilegt heldur einnig vatnshelt
  • Skráir almenna hreyfingu/skrefafjölda, svefntíma og aukna hreyfingu með 60 mínútna markmið.
  • Foreldrarnir fá upplýsingar í snjallforrit í sínum síma sem hægt er að ná í, þar eru hvetjandi leikir og sniðugt verðlaunakerfi þar sem börnin geta unnið sér inn stig og fylgst með í úrinu.
  • Krakkarnir geta unnið fyrir inneign t.d. fyrir  húsverk,  heimalærdóm eða eitthvað annað og fengið umsamin verðlaun frá foreldrum þegar búið er að safna fyrir því.

Snjallúr hannað fyrir krakka? Jú mikið rétt. vívofit jr. er frábært snjallúr hannað með krakka frá aldrinum 6-9 ára í huga. Flott  vatnsheld hönnun sem krakkarnir elska. Síðan geta foreldrarnir ekki bara fylgst með heldur líka sett markmið svo krakkarnir fái verðlaun fyrir góða frammistöðu. Skemmtilegur stigi sem krakkarnir geta séð í appinu með teiknifígúrum sem hvetja krakkana áfram fyrir góða frammistöðu í hreyfingu og öðrum verkefnum sem þú setur fyrir.

vívoactive HR Heart Rate Screen

Svöl hönnun sem endist

Fullkomið fyrir litlu stuðboltana, vívofit jr. notar þægilegt og harðgert band sem krakkarnir geta rennt af og á. Til í þremur litríkum hönnunum, þetta er svo sannarlega úr sem krakkarnir eru ófeimnir að nota frá morgni til kvölds og meira að segja að nóttu til að skrá svefntíma. Rafhlaðan heldur úrinu spræku í meira en ár þannig það er óþarfi að hlaða. Þá er einfalt að skipta um rafhlöðu þegar hún klárast.

vívoactive HR Heart Rate Screen

Hjálparhellan þín

vívofit .jr úrið er stjórnað af snjallforriti svo þú getur fylgst með. Í forritinu geturðu bætt við krökkunum og fylgst með hlutum eins og skrefum, svefn, hreyfingu yfir daginn og hvort þau séu búin með verkefni dagsins. Öll þessi gögn tengjast sjálfkrafa við símann svo þú þarft ekkert að hugsa fyrir þessu. Skráðu verkefni og húsverk, skoðaðu hversu mikla inneign hvert barn er með, jafnvel sett áskorun á alla fjölskylduna um hver tók flestu skrefin yfir daginn og allt þetta frá Apple eða Android snjallsímanum þínum.

Vertu með húsverkin á hreinu

Taktu leiðindin úr því að minna alltaf krakkana á allt sem þau þurfa að gera, vívofit jr. getur alltaf minnt börnin á það sem þau eiga að vera að gera. Þú getur stillt einstök verkefni eða vera t.d. vera með daglega áminningu fyrir eitthvað eins og að bursta tennurnar eða taka til dótið í herberginu. Krakkarnir geta strikað af og séð ný verkefni allt á úrinu. Síðan er líka hægt að stilla verkfnin svo að þau verða að vera búin fyrir ákveðin tíma og þá minnir úrið krakkana á, áður en það er of seint.

vívoactive HR Heart Rate Screen

Meiri ánægja fyrir fleiri verk

vívofit jr. úrið gerir verkefni skemmtileg fyrir umsamin verðlaun. Þegar krakkarnir vinna sér inn 60 mínútur af hreyfingu yfir daginn opnast nýtt borð í snjallforritinu sem hvetur þau til að fara á næsta borð. Með því að klára þeirra daglegu verkefni vinna þau inn inneign sem þau geta skipt út fyrir eitthvað eins og sundferð eða leyfi til að halda náttfatapartí.

 

 

 Stærð Ummál: 5.4” (136 mm)¹
Skjástærð, WxH 0.39" x 0.39" (10 mm x 10 mm)
Skjáupplausn, WxH 64 x 64 pixels
Litavíxlun  Já
Þyngd 17.5 g (0.62 oz)
Batterí Eitt einnota CR1632 úrabatterí
Batteríending Meira en eitt ár
Vatnsheldni 5 ATM eða allt að 50 metra dýpi
Úr eiginleikar Klukka og dagsetning

Heilsumælingar

Skrefamælir
Áminning um hreyfingu
Svefnmælir (skráir svefnvenjur og tíma og hvenær hreyfingar urðu um miðja nótt ásamt djúpsvefn
  • vívofit jr.
  • Venjulegt teygjanlegt band
  • Bæklingur

Sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur einhverjar spurningar um vöruna eða ef þig langar að leggja inn pöntun. Við munum síðan svara þér eins fljótt og auðið er.

Nafn (skilyrði)

Netfang (skilyrði)

Símanúmer

Fyrirspurn

þrír + ellefu? 
Ruslpóstsvörn - Sláðu inn svarið í tölustöfum.