• .

fēnix Chronos ryðfrítt stál með leðuról

fēnix Chronos ryðfrítt stál með leðuról

fēnix Chronos ryðfrítt stál með leðuról

Vörunr: 010-01957-00

Verð: 119.900 ISK

Fágað GPS úr fyrir íþrótta og æfintýrafólk

 • Frábært, fjölnota íþróttaúr með sterkri málm hýsingu, rispufría safír linsu og 10 ATM vatnsheldni
 • Elevate™ púls tæknin mælir púlsinn í gegnum úlnliðinn þannig að þú þarft ekki að hafa púlsstrappa um bringuna
 • Úrið er með 1.2 tommu, glampafrían, Garmin Chroma™ litaskjá sem alltaf er kveikt á
 • Styðst við GPS og GLONASS gerfihnetti og er einnig með þriggja ása rafeindaáttavita og hæðatölvu sem styðst við loftvog
 • Snjallskilaboð: Tölvupóstur, sms, viðvaranir og fleira. Rafhlaðan endist í eina viku ef úrið er notað sem snjallúr (fer eftir stillingum)

At a Glance

 

fēnix Chronos er smíðað úr sömu hágæða efnum og skartgripasalar nota í sínar vörur. Úrið er með sterka málm hýsingu (með innbyggðu EXO™ , óstefnuvirku GPS og GLONASS loftneti í skífunni.) og með öllum nýjustu útivistar og æfingar möguleikum. Úrið er með innbyggðan Elevate púlsmæli, nýtist sem heilsuúr, sýnir skilaboð úr síma, með fjölmarga æfingarmöguleika og margt fleira. Úrið er bæði frábært íþróttaúr og fallegt úr sem hægt er að nota við öll tilefni.

Fallegt úr sem stenst ströngustu skilyrði

fēnix Chronos er með góðan GPS og GLONASS móttakara, snjalltengingar við síma, sterk og flott hönnun, ásamt því að vera með æfingar og útivistar prógröm sem gerir þetta úr frábrugðið öðrum lúxus úrum á markaðnum. fēnix Chronos er með safír linsu sem er rispufrí og gríðarlega sterk, auk þess að vera með bjartan og skarpan Chroma litaskjá með LED baklýsingu þannig að gott er að sjá á skjáinn við öll birtuskilyrði. Rafhlöðuending er allt að 25 klst í UltraTrac™, 13 klst í GPS ham og allt að 1 vika sem snjallúr (fer eftir stillingum) auk þess að vera vatnshelt niður á 100 metra. Með fríum aðgang að Connect IQ geturðu sérsniðið útlit og virkni úrsins að þínum þörfum.

Púlsmælir í úlnliðnum

fēnix Chronos er með Elevate púlsmæli í úlnliðnum, þannig að þú getur fylst með púlsinum allan daginn án þess að vera með púlsstrappa yfir brjóstið. Úrið notar púlsmælinn til að reikna út kaloríubrennslu og til að meta erfiðleika æfinga. Að auki telur úrið skref yfir daginn og fylgist með svefni.

Vertu tengdur

Snjallupplýsingar í fēnix Chronos gera þér kleift að sjá skilaboð, tölvupósta, viðvaranir og símtöl á úrinu, hvort sem þú ert á æfingu, í golfi eða að keyra. Úrið tengist þráðlaust og tekur við upplýsingum frá samhæfanlegum snjallsímun.

Aðrir tengimöguleikra bjóða líka uppá sjálfvirka gagnafærslu yfir á Garmin Connect™, rauntíma ferlun og að deila gögnum í gegnum Garmin Connect og Garmin Connect™ Mobile.

Æfingarupplýsingar fyrir lengra komna

fēnix Chronos er með góð og fjölbreitt æfingarprógröm sem hjálpa þér að fylgjast með og ná árangri.  VO2 max notar upplýsingar eins og hlaupahraða, púls og púlssvið til að áætla hámarks súrefnistöku á mínútu. Úrið skráir niður árangurinn svo að þér getir fylgst með framförum og borið þig saman við aðra. Einnig geturðu látið úrið ráðleggja þér um æskilegan hvíldartíma og látið það spá fyrir um hlaupatíman á ákveðnum vegalengdum út frá hámarks súrefnisupptöku.

fenix hr

Hlaupaupplýsingar og líkamsbeiting

Kafaðu dýpra með auknum upplýsingum um hlaupið og líkamsbeitingu. Þegar úrið er notað með púlsstrappa (HRM-Run eða HRM-Tri), skráið það eftirfarandi upplýsingar:

 • Vertical oscillation and ratio — hversu mikil lóðrétta hreifingin “bounce” er í hlaupinu
 • Ground contact and balance — sýnir hversu langan tíma af skrefinu þú ert í snertingu við jörðina. skráir líka muninn á hægri og vinstri
 • Cadence — fjöldi skrefa á mínútu
 • Stride length — determines a responsive current pace

Physiological metrics mælir hjartsláttinn þinn til að gefa þér upplýsingar um:

 • Stress skor: Það er app forhlaðið inn í úrið sem mælir þitt stress skor. Þegar þú ferð inn í þetta app þarft þú að standa kjur í 3 mínútur og þá ályktar úrið hvert þitt stress skor er.  Skalinn er frá 1-100; lág tala þýðir að þú er með lágt stress skor, sjá nánar með því að ýta hér.
 • Æfingar ástand (Performance condition): Eftir að hlaupa í 6-20 mínútur, fēnix Chronos ber saman rauntíma ástand við þitt meðaltals ástand, sjá nánar með því að ýta hér.
 • Mjólkursýruþröskuldur (Lactate threshold): Með því að greina út frá hraða og púls þá gefur fēnix Chronos þér áætlaðan tíma hvenær þú ert að hámarka getu þína og hvar og hvernig þú getur bætt þig, sjá nánar með því að ýta hér.

Sund, skíði/bretti, róður og golf

fēnix Chronos er ekki eingöngu fyrir hlaup. Hægt er að nota úrið í sundæfingar, skíði/bretti, golf og róður, hvort sem það er á bát eða róðrabretti. Eins og í Garmin Swim™, þá mælir fēnix 3 HR vegalengd, hraða, telur sundtök o.fl. Þú stillir bara inn lengd laugarinnar og byrjar að synda. Skíða/Bretta stillingin sýnir hraða, vegalengd, lækkun og ferðatalningu (með sjálfvirku tímastoppi fyrir lyftuna). Upplýsingar í róðri eru m.a. fjöldi róðrataka, hraði róðrataka (fjöldi per mínútu) og jafnvel vegalengd sem þú ferð á hverju róðrataki. Í golfstillingunni færðu upplýsingar um vegalengdir að flöt, yfir flöt og á miðja flöt fyrir þá velli sem þú ert búin að sækja í úrið. Einnig geturðu notað úrið sem fjarstýringu við Garmin VIRB® myndavélarnar og fjarstýringu fyrir tónlistaspilara í símanum þínum.

Náðu áttum

fēnix Chronos er frábært þegar kemur að GPS úrum til að nota til rötunar og æfinga og ekki skemmir að hafa innbyggða hæðartölvu, loftvog og rafeindaáttavita. fēnix Chronos bíður uppá fullkomna rötun og ferlun til að hjálpa þér að komast leiða þinna hvort sem það er innan eða utan viðurkenndra og merktra leiða. Innbyggðir nemarnir veita þér upplýsingar um stefnu, hæð og veðurbreytingar.

Úrið skráir leiðina þína jafnóðum á meðan þú gengur. Einnig geturðu merkt og vistað punkta á leiðinni, t.d upphafs- og endapunkt, hvar þú leggur bílnum, hvar þú tjaldar eða aðra áhugaverða staði sem þú vilt vista. Með fēnix Chronos geturðu búið til og fylgt leiðum, merkt og vistað allt að 1,000 staðsetningar/vegpunkta og vistað allt að 10.000 ferilpunkta.

fēnix Chronos er búið bæði ANT+ tengingu og Bluetooth®³ smart til þess að geta þráðlaust deilt leiðum, ferlum, punktum og öðrum upplýsingum

Hæðamælir, Loftvog, Áttaviti

fēnix Chronos  er með hæðatölvu, loftvog og rafeindaáttavita. Hæðatölvan veitir þér rauntíma upplýsingar um hæð sem þú ert í og skráir niður alla hækkun og lækkun mjög nákvæmlega. Loftvogin sýnir þér loftþrýsting og gerir þér kleift að spá fyrir um veður með því að skoða breytingar á loftþrýstingi. Þriggja ása rafeindaáttavitinn heldur fyrir þig stefnunni, hvort sem þú ert á ferð eða ekki.

fēnix Chronos  endurstillir þessa mæla sjálfvirkt með því að nota GPS móttakarann og stillir einnig klukkuna með hjálp GPS staðsetningar. Fyrir nákvæmustu hitatölurnar geturðu tengt fēnix Chronos við tempe™ frá Garmin, sem er þráðlaus hitamælir sem gott getur verið að hafa með í för.  Tempe hitamælinn geturðu t.d. fest utaná bakpokann þinn og þannig færðu nákvæma hitatölu án þess að líkamshitinn þinn sé að trufla

fenix hr

¹See Garmin.com/ataccuracy
²See Garmin.com/BLE for compatibility.

The Bluetooth word mark is owned by the Bluetooth SIG, Inc. and any use of such marks by Garmin is under license.

Stærð og Afköst

Umgjörð 1.9” x 1.9” x 0.6” (49 x 49 x 15.0 mm)
Skjástærð, þvermál 1.2” x 1.2" (30.4 x 30.4 mm) diameter
Skjá upplausn, BxH 218 x 218 pixels; transflective MIP color; sapphire lens
Litaskjár  já
Negatív skjástilling  já
Þyngd 94 g
Rafhlaða Endurhlaðanleg 300mAh lithium-ion
Rafhlöðuending Allit að 25 klst í UltraTrac ham, Allt að 13 klst í GPS æfinga ham og 1vika sem snjallúr
Vatnsheldn 10 ATM; 100 metrar
GPS-enabled  já
GLONASS  já
High-sensitivity Móttakari  já
Loftvog og hæðamælir  já
Rafeindaáttaviti  já
Snjallviðvaranir (sýnir tölvupóst, sms og aðrar viðvaranir þegar tengt við samhæfanleg snjalltæki)  já
Titringsviðvaranir  já
Tónlistarstilling  já
Finndu símann  já
VIRB® fjarstýring  já
Möguleikar úrs Tími dags (12/24h), dagatal (vikudagur/mánaðardagur), daglegar viðvaranir/vekjaraklukka, skeiðklukka, sólsetur/sólarupprás

Kort og minni

Innbyggt minni 32 MB; laust 23 MB
Sérsniðnir POI's  já
Vegpungtar/uppáhalds/staðsetning 1,000
Leiðir 30
Ferilskráning 100 klst

Hlaupaupplýsingar

Sýndarhraði (Virtual Pacer™) (ber hraðan þinn við fyrirfram ákveðin hraða  já
Áætlar hámarks súrefnisupptöku (V02 max)  já
Ráðlagður hvíldartími (Recovery advisor)  já
Hlaupa spá (Race predictor) (áætlar tíman sem hlaupið mun taka)  já
Hlaupagreining (Running dynamics)  já
Skrefa/taktmælir (Accelerometer) (reiknar vegalengd innandyra án þess að nota foot pod)  já
Heldur utanum persónuleg met  já

Hjólaupplýsingar

Vinnur með Vector™ aflmæli  já
Geymir marga hjólaprófíla  já
Vinnur með hraða/snúnings mælum fyrir hjól (speed/cadence)  já, selt sér

Hlaupa og Hjólaupplýsingar

Púlsmælir  já
Hlaupafélagi (Virtual Partner®) æfa á móti sýndarhlaupara  já
Virtual Racer™ (keppa við eldri æfingar)  já
Auto Pause® (startar og stöðvar tíma útfrá hraða)  já
Multi-sport (skipta um sport með einum takka)  já
Auto multisport (skipta um sport með einum takka)  já
Sérsniðnar æfingar (búa til æfingar sem miðast að ákveðnu marki)  já
Hraða viðvörun (Pace alert) varar þig við ef þú fjarlægist fyrirfram ákveðin hraða  já
Interval training (skiptir milli hvíldar og æfingartíma)  já
Kaloríubrennsla út frá púlsi  já
Reiknar út brenndar hitaeiningar  já
Æfingarárangur(Training Effect) (mælir áhrif æfingar á þrekið þitt)  já

Sund upplýsingar

Sund í laug (ferðir, vegalengd, hraði, sundtakafjöldi, kaloríur)  já
Greinir sundtegund  já
Sjósund (vegalengd, hraði, sundtakafjöldi, kaloríur)  já
Æfingarskráning  já

Golf upplýsingar

Mælir högglengd hvar sem er á brautinni  já
Vegalengd að/yfir/og á miðja flöt  já
Vegalengd að layup/dogleg  já
Stigaskráning  já

Útivistar upplýsingar

Veiðidagatal
Sól og Tungl upplýsingar  já
Flatarmáls útreikningur  já

Heilsuúrs upplýsingar

Skrefatalning  já
Sjálfvirkt markmið (lærir inná skrefafjöldan þinn og setur þér raunhæf markmið)  já
Kyrrsetustika (sýnir þegar búið er að vera hreyfingarlaus í langan tíma) Labba í nokkrar mínútur til að endursetja stikuna  já
Svefnskráning (skráir lengd svefns og hreyfingu í svefni)  já

Garmin Connect™

Vinnur með Garmin Connect™ (samfélagssíða á netinu til að greina, geyma, flokka og deila gögnum)
Sjálfvirkt sync (færir sjálfvirkt gögn yfir á tölvu)  já

Að auki

Að auki
 • Connect IQ™ app stuðningur: Já (klukkuútlit, upplýsingagluggar, smáforrit)
 • EXO™ loftnet (GPS/GLONASS): Já
 • Þráðlaus tenging við Wi-Fi: Já
 • ANT+®: Já
 • Bluetooth®: Já
 • Veður viðvaranir: Já
 • UltraTrac: Já
 • Stuðningur við tempe™ skynjara: Já
 • Skíðastilling: Já
 • Upplýsingar um líkamlegt ástand: Já
 • Róður: Já

Leður

 • fēnix Chronos ryðfrítt stál með sapphire gleri og leður ól
 • Auka svört æfinga ól
 • USB/hleðslu kapall
 • Leiðbeiningar

Sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur einhverjar spurningar um vöruna eða ef þig langar að leggja inn pöntun. Við munum síðan svara þér eins fljótt og auðið er.

Nafn (skilyrði)

Netfang (skilyrði)

Símanúmer

Fyrirspurn

tveir + tólf? 
Ruslpóstsvörn - Sláðu inn svarið í tölustöfum.