• .

vívoactive 3 Svart/Slate með svartri ól

vívoactive 3 Svart/Slate með svartri ól

vívoactive 3 Svart/Slate með svartri ól

Vörunr: 010-01769-10

Verð: 54.900 ISK

GPS snjallúr með snertilausum greiðslum og Púlsmæli í úlnliðnum

  • Hægt að sérsníða úrið með fjölda útlita, smáforrita/prógramma og upplýsingaglugga frá Connect IQ™ store
  • Yfir 15 forhlaðin GPS/innandyra íþróttaprógröm, þar með talið jóga, hlaup, sund og margt fleira
  • Skráir niður fitness level með VO2 max (hámarks súrefnis upptöku). Skráir niður í hvernig formi þú ert miðað við aldur og lætur vita undir hversu miklu álagi þú ert
  • Ýmsar tengingar við snjallsíma eins og viðvaranir, sjálfvirka gagnafærslu yfir í Garmin Connect™, rauntíma ferlun og fleira
  • Rafhlöðuending: Allt að 7 dagar sem snjallúr; 13 tímar í GPS ham
  • Garmin Pay™ snertilausu greiðslurnar gera þér kleift að greiða með úrinu. (Ekki enn komið í notkun innan evrópu)¹

Á æfingum og til daglegra nota, þá er vívoactive 3 rétta úrið fyrir virkan lífstíl. Hvort sem þú ert að versla með snertilausum greiðslum (ekki en orðið virkt í evrópu) eða að taka æfingu með einu af 15 forhlöðu æfingarforritunum, þá er þetta úrið fyrir þig. Innbyggði GPS móttakarinn skráir niður vegalengdir, hraða, staðsetningu og fleira í útiæfingunum.

Snertilausar greiðslur

vívoactive 3 er fyrsta Garmin úrið með Garmin Pay, sem gerir þér kleift að greiða fyrir vörur með úrinu og virkar á sama hátt og snertilaus greiðsla með korti. Þannig að þú þarft ekki lengur að taka veskið með þér í ræktina eða út að hlaupa.(Ekki enn komið í notkun innan evrópu)

Gerðu það að þínu

vívoactive 3 vinnur með Connect IQ store, þar sem þú getur sótt nýtt útlit, upplýsingaglugga og æfingaforrit í úrið og gert það að þínu. Hægt er að fá upplýsingar frá ýmsum símaforritum í úrið og einnig er hægt að nota Face It™ forritið, til að flytja ljósmyndir í úrið og gera það enn perónulegra.

vivoactive 3

Stundaðu fleiri íþróttir

Í úrinu eru 15 forhlaðin íþróttaprógröm, þannig að það á ekki að vera neitt mál að finna sér eitthvað við hæfi. Þú getur farið í golf, fengið þér hjólatúr, farið í jóga eða jafnvel farið í róður. Þegar æfingar eru teknar utandyra, þá safnar úrið nákvæmum upplýsingum, þökk sé innbyggða GPS móttakaranum í úrinu, og engin þörf er á því að taka símann með. Hvort sem þú ert á snjóbretti, sundi eða einhverju þar á milli, þá er þetta úr hinn fullkomni leik- og æfingarfélagi.

vivoactive 3

Hentar þér í einu og öllu

Þetta úr geturðu notað í allskonar veðri. Það getur farið með þér í sund og sturtu, það er með skörpum Garmin Chroma Display™ sem einfalt er að sjá á í miklu sólarljósi og yfir honum er extra-sterkt Corning® Gorilla® gler. Úrið er einnig með Side Swipe™, sem virkar þannig að þú getur strokið eftir hliðinni á úrinu ef þú vilt fletta upp eða niður skjáinn. Þannig er einfalt að fletta á milli æfingarprógramma, upplýsingaglugga og annara stillinga í úrinu.

Sæktu eða búðu til æfingar

Hafðu æfingarnar skemmtilegar og hvetjandi. Búðu til þínar eigin hlaupa, hjóla, brennslu eða styrktaræfingar og settu þær í úrið þitt. Þannig geturðu látið úrið fylgjast með æfingum, endurtekningum, settum og hvíldartíma.

Dagleg hreyfing og álag

Með hjálp frá Elevate™ púlsmælinum, þá fylgist vívoactive 3 með formi og álagi til að sýna hvernig líkaminn bregst við undir mismunandi kringumstæðum. T.d getur úrið áætlað hámarks súrefnisupptöku (VO2 max) og sýnt þér fitness aldurinn þinn. Þetta tvennt batnar oft með reglulegum æfingum. Úrið fylgist líka með hvað púlsinn sveiflast (HRV), og notar þær upplýsingar til að skrá undir hversu miklu álagi þú ert (stress level). vívoactive 3 sýnir þér þegar líkamlegt eða andlegt álag hækkar, og getur þú þá reynt að draga þig úr þeim aðstæðum til að minnka stressið.

vivoactive 3

Alltaf tengt

Vertu tengdur við umheimin, hvort sem þú ert í vinnu, leik eða á æfingu. Þegar þú ert búinn að para vivoactive 3 við snjallsímann þinn, þá geturðu tekið við og jafnvel svarað texta skilaboðum (á við um Android), séð uppfærslur á hinum ýmsu samfélagsmiðlum, séð tölvupóst og margt fleira, allt frá úrinu. Einnig er hægt að finna síman, fjarstýra tónlist og senda rauntíma feril í gegnum síman. Þær æfingar sem þú vistar í úrinu hlaðast svo sjálfkrafa inná Garmin Connect aðganginn þinn.

vivoactive 3

Deilið og keppið ykkar á milli

Að færa æfingarnar inná Garmin Connect snýst um meira en bara að geyma upplýsingar, því að Garmin Connect er líka samfélag þar sem hægt er að hvetja fólk áfram,  tengjast og keppa við annað fólk með því að taka þá í áskorunum og birta svo árangurinn á samfélagsmiðlum. Garmin Connect er frítt og hægt að nálgst bæði í tölvu og með Garmin Connect™ Mobile appinu í snjallsíma.

vivoactive 3

¹Virkar ekki með öllum kortum; hafið sambandi við bankan ykkar fyrir nánari upplýsingar.
²Activity tracking accuracy
³Þegar það er tengt við samhæfanlegan snjallsíma
4Undir eðlilegum kringumstæðum; Rafhlöðuending getur verið mismunandi eftir notkun og stillingum.
5Virkar eingöngu með Android™.

VISA is a registered trademark owned by Visa International Service Association.
Mastercard is a registered trademark and the Circles Design is a trademark of Mastercard International.

FirstbeatANT

Almennt

Linsa Corning® Gorilla® Glass 3
Skífa stainless steel
Hýsing Styrkt trefjaplast eða Stainless steel
Ól Silicone
Stærð 43.4 x 43.4 x 11.7 mm
Passar á úlnlið með ummál 127-204 mm
Þyngd 43.0 g
Vatnsheldni Sund/5 ATM
Snertiskjár
Skjátegund Glampavarinn LCD skjár
Skjástærð 30.4 mm (1.2") í þvermál
Skjáupplausn 240 x 240 pixels
Litaskjár
Rafhlöðuending GPS hamur: Allt að 13 klst; Snjallúr: Allt að 7 dagar
Minni 7 æfingar; 14 daga heilsutalning

Klukkumöguleikar

Klukka/dagsetning
Stillir tíma útfrá GPS
Hægt að stilla inn sumartíma
Vekjaraklukka
Niðurtalning
Skeiðklukka
Face It™ (hægt að búa til skífu)

Nemar

GPS
GLONASS
Garmin Elevate™ Púlsmælir í úrinu
Loftvog
Áttaviti
Hröðunarmælir/Taktmælir
Hitamælir

Snjallupplýsingar

Tengingar Bluetooth® Smart and ANT+®
Connect IQ™ (Hægt að hlaða niður forritum, úraskífum, upplýsingagluggum)
Snjallviðvaranir
Hægt að svara/hafna skilaboðum og símtölum (Android™ eingöngu)
Dagatal
Veður
Tónlistarstjórnun
Findu síman
Findu úrið
VIRB® fjarstýring
Samhæfðir símar iPhone®, Android™
Vinnur með Garmin Connect™ Mobile
Garmin Pay™

Heilsuúra

Skrefateljari
Hreyfistika (Sýnir hreyfingarleysi, gangtu í nokkrar mínútur til að hreinsa hana)
Sjálfvirkt markmið (lærir inná þína hreyfingu og setur markmið miðað við það)
Svefnmæling (fylgist með hreyfingu í svefni)
Hitaeiningar brenndar
Hæðatalning
Vegalengdarmæling
Æfingarmínútur
TrueUp™
Move IQ™
Fitness Age Já (í appinu)

Líkamsrækt

Forhlaðin öpp fyrir líkamsrækt Styrktaræfing, brennsluæfing, fjölþjálfun, stigaæfingar, róður og joga
Brennsluæfingar
Styrktaræfing
Telur endurtekningar

Þjálfun, skipulagning og greining

GPS hraði og vegalengd
Sérsniðnir skjáir
Sérsniðin æfingarprógröm
Sjálfvirk pása
Æfingar fyrir lengra komna
Hægt að hlaða niður æfingarprógrömum
Sjálfvirk Lap talning
Lap viðvaranir
V02 max
Sérsniðnar viðvaranir
LiveTrack
Læsing á skjá/tökkum
Sjálfvirk fletting
Hægt að skoða æfingar aftur í tíman

Púlsmælir

Púls zones
Púls viðvaranir
Hitaeiningar útfrá púls
% HR max
Sendir púls (hægt að nota úrið sem púlsmæli við önnur tæki með ANT+)

Hlaup

Forhlaðnir hlaupaprófílar Hlaup, hlaup innandira, hlaup á hlaupabretti
GPS-vegalengd, tími og hraði
Hlaupaæfingar
Hægt að tengja við Foot pod

Golf

Vegalengd að, á miðja og yfir flöt
Vegalengd að layups/doglegs
Mælir högglengd Sjálfvirkt
Stafrænt skorkort
Skráir tölfræði (Högg, Pútt og högg inná flöt/braut)
Garmin AutoShot™
Mynd af flöt með staðsetningu pinna
Vegalengd í hættur og fyrirstöður
PinPointer
Tími/vegalengd á hring

Útivist

Forhlaðnir útivistar prófílar Skíði, snjóbretti, gönguskíði, róður, róðrabretti, róður innandyra
Aftur á upphafspungt
Heildar hækkun/lækkun

Hjól

Forhlaðnir hjóla prófílar Hjólreiðar, hjólreiðar innandyra
Viðvaranir fyrir tíma/vegalengd (lætur vita þegar þú hefur náð markmiði)
Virkar með Varia Vision™ (Skjá speglun á gleraugu)
Virkar með Varia™ radar (radar afturljós)
Vinnur með Varia™ ljósum
Vinnur með hraða og cadence mælum

Sund

Forhlaðinn sund prófíll Sund í laug
Upplýsingar í sundi (Ferðir, vegalengd, hraði, fjöldi/hraði sundtaka, hitaeininga brennsla)
Greinir sundtegund (baksund, bringusund, flugsund og freestyle)
Sundæfingar í laug
Swim efficiency (SWOLF)
  • vívoactive 3
  • Hleðslusnúra
  • Manuals

Sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur einhverjar spurningar um vöruna eða ef þig langar að leggja inn pöntun. Við munum síðan svara þér eins fljótt og auðið er.

Nafn (skilyrði)

Netfang (skilyrði)

Símanúmer

Fyrirspurn

þrír + ellefu? 
Ruslpóstsvörn - Sláðu inn svarið í tölustöfum.